Giljaland er 140 ha. skógræktarjörð. Landið er að hluta vaxið birki og víðikjarri. Hér hefur einnig verið plantað yfir 100.000 skógarplöntum. þar á meðal, stafafuru, sitkagreni, birki, ösp, elri, lerki, reynivið ásamt mörgum öðrum.
Elsti hlutinn var gróðursettur 1979, þar er nú orðin myndarlegur furuskógur.
Göngustígar eru víða um kjarrið og skógræktarhlutann og flottir útsýnisstaðir uppi á fellinu fyrir ofan skógræktina þar sem sést til jökla, niður að sjó og upp til hálendis.
Í skóginum er rjóður með aparólu fyrir börnin, borð og stólar og möguleiki á að kveikja varðeld ef veðuraðstæður leyfa.
Fjöldi skógarsveppa vex í landinu síðsumars sem gestir okkar mega tína til eigin nota.
Giljaland
881 Kirkjubæjarklaustur
Sími: +354 8925070
Netfang: giljaland880@gmail.com