Giljaland - skógræktabýli.

Giljaland er nýbýli úr landi Grafar. Jörðin er 140 hektarar, snýr móti suðvestri og er að hluta til vaxið víði og birkikjarri. Skógræktin er að mestum hluta þar sem ekki vex náttúrulegt kjarr. Byrjað var að gróðursetja hér 1979 þegar Skógrækt ríkisins fékk leyfi til að planta stafafuru í u.þ.b. 2 hektara og síðan annað eins níu árum seinna. Þessi reitur er nú orðin að myndarlegum furuskógi þar sem meðalhæðin er um 11 metrar. Búið er að grisja elsta hlutan tvisvar, viðinn úr seinni grisjun höfum við nýtt til margvíslegra smíða innanstokks sem utan. Eftir að við keyptum jarðarhlutann og byrjuðum að gróðursetja 1995 höfum við gróðursett meira en 100.000 skógarplöntur, mest stafafuru og sitkagreni en einnig birki, elri, reynivið, ösp, fjallaþin, lerki og jafnvel álm og eik.

Við ábúendur.

Við erum; Þurý og Siggi, Þuríður Ágústa Jónsdóttir og Sigurður Ólafsson.
Landið eignuðumst við 1995. Þá var hér ógirt land, engin hús, ekkert rafmagn og engin vegur.
Við bjuggum þá í Garðabæ og byrjuðum á að reisa hér lítið sumarhús. Við áttuðum okkur fljótt á því að hér vildum við helst búa. Það var þó ekki fyrr en 2012 sem við fluttum hingað alfarin. Við eigum frábæra nágranna allt um kring og umhverfið er yndislegt, hvernig sem viðrar, sumar, vetur, vor og haust.

Giljagisting ehf


Giljaland
881 Kirkjubæjarklaustur
Sími: +354 8925070
Netfang: giljaland880@gmail.com