Giljaland er eitt af 20 lögbýlum í Skaftártungu. Skaftártunga liggur á milli hraunstraumanna miklu sem runnu úr Eldgjá á tíundu öld og Lakagígum á átjándu öld.
Jarðvegur er þykkur, myndaður af öskulögum úr allt umlykjandi eldstöðvum og fokjarðvegi frá hálendinu og jökulfljótunum umhverfis.
Giljaland ber nafn af helsta einkenni svæðisins en það eru hin djúpu gil sem grafist hafa í gljúpan og djúpan jarðveginn.
Giljaland
881 Kirkjubæjarklaustur
Sími: +354 8925070
Netfang: giljaland880@gmail.com