Næsta nágrenni Giljalands

Skaftártunga

Giljaland er eitt af 20 lögbýlum í Skaftártungu. Skaftártunga liggur á milli hraunstraumanna miklu sem runnu úr Eldgjá á tíundu öld og Lakagígum á átjándu öld.
Jarðvegur er þykkur, myndaður af öskulögum úr allt umlykjandi eldstöðvum og fokjarðvegi frá hálendinu og jökulfljótunum umhverfis.
Giljaland ber nafn af helsta einkenni svæðisins en það eru hin djúpu gil sem grafist hafa í gljúpan og djúpan jarðveginn.

Giljaland fyrir miðju, Smáfjöll fyrir ofan og þar handan við sést í Skaftá og Vatnajökul í fjarska.
Séð suður Skaftártungu, Úthlíð næst til vinstri og Hemra næst til hægri, Tungufljót liðast á miðri mynd.
Þarna er Hemrumörk næst, fjærst til hægri sést í Snæbýli, Mýrdalsjökull með Kötlu undir ísbreiðunni í bakgrunni.
Þarna er Tungufljót og Bjarnarfoss í forgrunni, Borgarfell og Gröf næst, Snæbýli, Ljótarstaðir og Hvammur í fjarska.

Giljagisting ehf


Giljaland
881 Kirkjubæjarklaustur
Sími: +354 8925070
Netfang: giljaland880@gmail.com